Framtalsgerð

Skattskil geta verið yfirþyrmandi, en við getum einfaldað þetta ferli fyrir þig. Við tökum að okkur gerð skattaframtala og samskipti við skattayfirvöld. Með okkar þjónustu geturðu einbeitt þér að rekstrinum eða þínu daglega lífið, án þess að hafa áhyggjur af skilunum.

Öllum framtalsskyldum einstaklingum og lögaðilum hefur verið úthlutað aðalveflykli og skilalykli sem eru nauðsynlegt að afhenda þegar talið er fram. Þegar talið er fram fyrir hjón dugir veflykill annars hjóna til að opna framtalið og skila því. Sama gildir um par í staðfestri samvist og fólk í óvígðri sambúð sem telur fram saman. Telji þau ekki fram saman þarf hvort að nota sinn veflykil.

Ef skila þarf skattframtali fyrir barn yngra en 16 ára er veflykill framfæranda barnsins notaður. Framfærandi barns telst sá sem hafði barnið hjá sér í lok tekjuárs, samkvæmt þjóðskrá. Á þjónustusíðunni, undir flipanum Framtal, er sérstakt innskráningarsvæði til að opna skattframtal barns.

Með því að nýta sér fagmennsku bókhaldsþjónustu getur þú sparað tíma og forðast mistök í framtalsgerð. Þetta er mikilvægt til að tryggja að allar skýrslur séu réttilega gerðar og skilað á réttum tíma. Þjónustan tryggir einnig að viðskiptavinir séu uppfærðir um nýjar reglugerðir og breytingar á skattalöggjöf, sem er nauðsynlegt í síbreytilegu umhverfi.

Þú getur heyrt í okkur 556-2900 eða

Það helsta:

Það er mjög mismunandi hver þörfin fyrir fyrirtæki og einstaklinga, það er í raun tegund rekstrar hverju sinni, sem enduspeglar þörfina. En öll eigum við það sameiginlegt, það er að senda út reikningar, skila virðisauka (fyrir þá sem hafa vsk númer), greiða laun og halda bókhald. Það er nauðsynlegt fyrir öll fyrirtæki að færa fjárhagsbókhald. X-us Viðskiptalausnir mæla með Reglu bókhaldskerfi og öllu þeim kerfum sem þau bjóða upp ár. Regla hýsir allt sitt í skýinu, sem auðveldar því aðgengi að öllum gögnum, hvar sem þú ertí heiminum. Við þjónustum einnig aðila sem nota og styðjast við önnur kerfi, sbr. Payday og DK svo eitthvað sé nefnt.

Að byrja er oft erfiðast, en að taka fyrsta skrefið, getur opnað tækifærið sem þig hefur dreymt um.