Það er hægt að lækka rekstrarkostnaðinn mikið á því að láta fagaðila sjá um þitt bókhald. Bókhaldskostnaður í fyrirtækjum er oft á tíðum vanmetinn hjá eigendum fyrirtækja, og þegar það er komið í óefni, þá getur verið kostnaðarsamt að laga til í bókhaldinu. Sparnaðurinn felst því bæði í þjálfunarkostnaði starfsmanns og vinnuframlagi eigenda meðal annars. Því með útvistun geta starfsmenn varið öllum sínum kröftum í reksturinn og önnur verkefni en ekki bókhaldið.
Það er mjög mismunandi hver þörfin er eftir fyrirtækjum og tegund rekstrar hvaða kerfi er notað hverju sinni. Þó er nauðsynlegt fyrir öll fyrirtæki að færa fjárhagsbókhald. X-us Viðskiptalausnir mæla mjög með Reglu bókhaldskerfi og öllu sem því fylgir. Regla hýsir bókhaldskerfið og allt sem því fylgir í skýinu því er aðgengi að því mjög auðvelt. En einnig þjónustum við aðila sem notast við Payday og DK svo eitthvað sé nefnt.
Til eru fleiri eins og:
Uniconta, xbokhald.is, Oracle, netbokhald.is svo eitthvað sé nefnt.
En oft ákvarðast þetta í samráði við ykkar bókhaldsþjónustu.
Kannski áður en svarað er spurningunni - hvernig opna ég fyrirtæki er vert að hugsa út í hluti eins og: Viðskiptaáæltlun, hvað á nafn fyrirtækisins að endurspegla, þarf ég sérstök leyfi osfr.v
Annars er alltaf að verða einfaldara að opna fyrirtæki, það er hægt með því einfaldlega að skrá sig inn á www.rski.is, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Opna flipann Almennt og Nýskráning.
Staðgreiðsluskattur og virðisaukaskattur (VSK) eru tveir ólíkir skattar sem notaðir eru í skattalögum. Hér eru helstu munirnir á milli þeirra:
Staðgreiðsluskattur:
1. **Skattur á tekjur:** Staðgreiðsluskattur er skattur á tekjur einstaklinga og fyrirtækja. Hann er lagður á laun, fjármagnstekjur og aðrar tekjur.
2. **Greiðsla:** Staðgreiðsluskatturinn er gjarnan dreginn beint af launum eða öðrum greiðslum áður en þær eru greiddar út. Þetta þýðir að vinnuveitendur eða greiðendur greiða skatta á behalf viðtakandans.
3. **Tímabil:** Staðgreiðsluskattur er oft greiddur á mánaðarlegu eða ársfjórðungslegu tímabili.
Virðisaukaskattur (VSK):
1. **Skattur á vöru og þjónustu:** VSK er skattur á sölu vöru og þjónustu. Hann tekur gildi við því að vara eða þjónusta er seld og er notaður í viðskiptum.
2. **Skattprósenta:** VSK er lagður á viðskipti í ákveðinni prósentu (t.d. 24% eða 11% fyrir vissa vöru og þjónustu).
3. **Greiðsla:** VSK er ekki dreginn af launum heldur er hann lagður á söluhagnað og síðan greiddur af þeim sem selur varuna eða þjónustuna. Þeir sem selja vörur eða þjónustu skila VSK til skattyfirvalda.
### Samantekt:
- **Staðgreiðsluskattur** er skattur á tekjur, greiddur beint af launum eða öðrum tekjum.
- **VSK** er skattur á viðskipti, lagður á vöru og þjónustu og greiddur við söluna.
Bæði skattarnir eru hluti af heildarlöggjöf um skattheimtu á Íslandi, en þeir hafa ólíka notkun og háttsemi.
Almennt
Eftirfarandi er almennt yfirlit yfir helstu atriðin sem þeir sem stunda atvinnurekstur þurfa að kunna skil á, ásamt tenglum á ítarefni. Rétt er að vekja athygli á því að í lok flestra kafla á vef ríkisskattstjóra er sérstakt ítarefni með tenglum á viðeigandi laga- og reglugerðarákvæði, eyðublöð og annað sem tengist umfjöllunarefni.
Umfjöllunin er fyrst og fremst miðuð við einstaklinga í eigin atvinnurekstri þó að vissulega eiga oftast sömu reglur við um atvinnurekstur í formi félaga. Mun víðtækari kröfur og formreglur gilda um atvinnurekstur í formi félaga og meiri kostnaður er við stofnun til slíks rekstrar.
Ríkisskattstjóri býður reglulega upp á námskeið sem eru sérstaklega ætluð þeim sem eru að hefja atvinnurekstur. Farið er yfir hagnýt atriði sem varða skattskil í rekstri. Má þar nefna skyldur launagreiðanda í staðgreiðslu, tekjuskráningu og reikningaútgáfu, rekstrarkostnað og skattframtalið. Auk þess er fjallað um virðisaukaskatt: útskatt og innskatt, skattskyldu, undanþágur, skattverð og fleira.
Verktaka
Atvinnurekandi er sá sem stundar sjálfstæða starfsemi með reglubundnum hætti að nokkru umfangi og í þeim tilgangi að hagnast. Taki hann að sér, gegn endurgjaldi, að vinna eða annast um tiltekið verk fyrir annan aðila, verkkaupa, og ábyrgist árangur verksins telst hann verktaki. Verktakar geta bæði verið félög og menn. Atvinnurekandi (verktaki) sem hefur fólk í vinnu (starfsmenn/launamenn) kallast einnig vinnuveitandi og ber tilteknar skyldur sem slíkur eins og nánar er rakið hér á eftir.
Ekki eru alltaf skýr mörk á milli þess hverjir teljast vera launamenn og hverjir verktakar. Hjá einstaklingi sem vinnur aðeins fyrir einn eða fáa ræðst það af eðli starfssambandsins við þann sem unnið er fyrir hvort hann telst vera verktaki eða starfsmaður/launamaður. Ríkisskattstjóri getur skorið úr um það í skattalegu tilliti. Þannig getur ríkisskattstjóri til dæmis hafnað umsókn um virðisaukaskattsnúmer með vísan til þess að umsækjandi teljist starfsmaður þrátt fyrir samning um verktakagreiðslur. Einnig getur hann metið starfssambandið eftir á og fært skattskil úr skilum rekstraraðila í skil launamanns með tilheyrandi endurákvörðun skatta auk viðurlaga.
Munurinn á verktaka og starfsmanni/launamanni
Verktakar taka að sér að vinna ákveðið verk fyrir fyrirfram ákveðið verð fyrir verkkaupa. Þeir vinna verk á eigin ábyrgð. Starfsmenn/launamenn eru ráðnir til starfa hjá vinnuveitanda þar sem þeir vinna undir stjórn hans og á ábyrgð hans gegn greiðslu launa.
Réttindi, skyldur og ábyrgð verktaka og starfsmanna eru ólík. Hér er umfjöllun afmörkuð við skyldur gagnvart skattyfirvöldum.
Skoðum hvernig þetta lítur út þegar maður ræður sig til starfa hjá öðrum aðila, þ.e. er starfsmaður/launamaður.
Skattar og gjöld sem starfsmaður greiðir (í gegnum staðgreiðsluskil sem vinnuveitandi annast):
Gjöld sem vinnuveitandi greiðir vegna starfsmanna (launatengd gjöld):
Ábyrgð vinnuveitanda:
Dæmi um annað sem vinnuveitandi ber ábyrgð á:
Vinnuveitendur þurfa að tilkynna sig inn á skrá hjá ríkisskattstjóra:
Einstaklingur í sjálfstæðri starfsemi (verktaki) ber að reikna sér laun vegna þeirrar vinnu sem hann innir af hendi í rekstrinum. Sérstakar reglur gilda um þau lágmarkslaun sem honum ber að reikna sér. Reglurnar eru gefnar út á hverju ári þar sem fjárhæðir eru uppfærðar. Þar sem hann á að reikna sér laun ber honum að skrá sig á launagreiðendaskrá. Fer það svo eftir atvikum hvort hann eigi að skrá sig á aðrar skrár hjá ríkisskattstjóra.
Einstaklingur í sjálfstæðri starfsemi (verktaki) er að vissu leyti bæði í hlutverki vinnuveitanda og starfsmanns í skattalegu tilliti. Á það við óháð því hvort hann starfi einn í rekstrinum eða ekki. Þannig ber honum að greiða skatta af eigin launum, auk þess sem honum ber að greiða launatengd gjöld. Annað sem vinnuveitendur bera ábyrgð á samkvæmt yfirlitinu hér að framan er jafnframt á hans ábyrgð. Starfi aðrir við rekstur verktakans ber hann einnig að standa skil á áðurnefndum sköttum og gjöldum vegna launa þeirra.
Framangreindar reglur um laun í eigin rekstri eiga einnig við um einstakling sem starfar við atvinnurekstur sjálfstæðs félags (einkahlutafélags, sameignarfélags o.þ.h.) þar sem hann er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar.
Nákvæmlega hvaða kröfur eru gerðar til verktaka hverju sinni ræðst af umfangi og eðli starfseminnar. Til dæmis hvort um er að ræða virðisaukaskattsskylda starfsemi og hvort standa beri skil á sköttum og gjöldum vegna reiknaðra launa í staðgreiðslu eða að tekjuári loknu.
Skattar manna í einstaklingsrekstri
Verktakar geta bæði verið félög (lögaðilar) og menn. Þegar menn eru verktakar er ýmist sagt að þeir séu í rekstri á eigin kennitölu, í einstaklingsrekstri, í eigin atvinnurekstri eða að þeir séu í sjálfstæðri starfsemi. Tekjur manna af sjálfstæðri starfsemi, þ.e. þegar reksturinn er ekki í félagi, eru skattlagðar með almennri skattprósentu á tekjur manna. Því er um að ræða sömu skatt- og útsvarsprósentu og vegna launa.
Reiknað endurgjald
Þeir sem starfa við eigin atvinnurekstur, þ.m.t. verktakar, eiga að reikna sér endurgjald (laun) fyrir þá vinnu. Mikilvægt er að kunna skil á því hvaða reglur gilda og hvernig framkvæmd er háttað.
Rekstrarkostnaður
Þegar skattstofn er reiknaður er heimilt að færa rekstrarkostnað til frádráttar rekstrartekjum. Til rekstrarkostnaðar teljast bein útgjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við. Það á einnig við um það sem varið er til tryggingar og viðhalds á eignum sem bera arð í rekstrinum.
Almennur kostnaður vegna heimilis og fjölskyldu og annarra persónulegra þarfa er ekki frádráttarbær. Tilfallandi afnot af persónulegum munum skapar almennt ekki heimild til gjaldfærslu í rekstri. Sem dæmi má nefna að almennt er ekki fallist á gjaldfærslu kostnaðar vegna fatakaupa, enda hafa menn yfirleitt full persónuleg afnot af þeim. Á því eru þó undantekningar, t.d. vegna nauðsynlegs öryggis- og hlífðarfatnaðar.
Í fjölmörgum úrskurðum yfirskattanefndar er tekið á ýmsum álitaefnum varðandi rekstrarkostnað, þ.e. hvaða kostnað heimilt er að gjaldfæra og hvaða kostnað er ekki heimilt að gjaldfæra.
Af úrskurðum nefndarinnar er unnt að lesa hvaða sjónarmið almennt eru lögð til grundvallar mati á því hvort gjaldfærsla kostnaðar er heimil.
Áður en reksturinn hefst þarf að tilkynna til Ríkisskattstjóra
Áður en rekstur hefst þarf að tilkynna um reksturinn til ríkisskattstjóra óháð því hvort hann er rekinn í félagi eða á kennitölu einstaklings (einstaklingsrekstur). Einnig þarf að tilkynna breytingar á rekstrinum eftir því sem við á sem og lok rekstrar.
Þeir sem eru að hefja atvinnurekstur verða, eftir atvikum, að skrá sig á eftirfarandi skrár hjá ríkisskattstjóra eigi síðar en 8 dögum áður en starfsemi hefst:
Aðrar skrár:
Rétt er að geta þess að þeir sem stunda atvinnurekstur og reikna sér laun eða greiða laun til starfsmanna/launamanna þurfa sjálfir að tilkynna starfsemina til viðeigandi lífeyrissjóðs og annast greiðslur.
Haldið utan um fjármálin í rekstrinum
Færa skal bókhald reglulega og í samræmi við ákvæði laga um bókhald og virðisaukaskatt. Halda verður utan um allar upplýsingar um tekjur og gjöld. Tekjur skulu skráðar jafnóðum og þær verða til. Gefa skal út sölureikning við sérhverja afhendingu á vöru eða þjónustu þó greiðsla hafi ekki borist eða skrá söluna í sjóðvél jafnskjótt og hún fer fram. Fullfrágengið og fullnægjandi bókhald skal liggja til grundvallar framtalsskilum.
Eftir lok rekstrarárs eiga félög að útbúa og skila ársreikningi á grundvelli bókhaldsins. Einstaklingar þurfa að skila ársreikningum ásamt sérstöku rekstrarframtali með skattframtali sínu ef velta rekstrarársins fer yfir 20.000.000 kr.
Gagna- og framtalsskil og greiðsla skatts
Á yfirstandandi rekstrarári ber þeim sem stunda atvinnurekstur að standa skil á ýmsum sköttum og gjöldum. Sem dæmi má nefna virðisaukaskatt, staðgreiðslu skatts (útsvars- og tekjuskatts) og staðgreiðslu tryggingagjalds af launum og reiknuðum launum (reiknuðu endurgjaldi) og staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts vegna arðgreiðslna. Misjafnt er eftir tegund og umfangi starfsemi hverju á að skila og hversu oft.
Að liðnu rekstrarári ber að skila inn tilteknum gögnum vegna framtalsgerðar. Reksturinn er gerður upp með skilum á sérstakri rekstrarskýrslu með persónuframtali þeirra sem eru í einstaklingsrekstri og skattframtali lögaðila ef starfsemin er rekin í félagi.
X-us Viðskiptalausnir mæla með að leitað sé til ráðgjafa áður en reksturinn hefst, það getur verið dýr að gera mistök í upphaf rekstrar.
Gangi ykkur vel.
Tekjuskattur er innheimtur af ríkinu og er tekinn af launum einstaklinga. Allir sem afla tekna og eru búsettir á Íslandi greiða tekjuskatt. Atvinnuveitendur draga tekjuskatt af launum starfsfólks mánaðarlega og greiða til ríkissjóðs. Þeir sem starfa sjálfstætt sem verktakar, þurfa sjálfir að standa skil á staðgreiðslunni til ríkissjóðs. Tekjuskattur er greiddur í 3 þrepum eftir því hversu mikið fólk þénar. Árið 2022 eru skattþrepin þessi:
Börn yngri en 16 ára greiða 6% skatt ef tekjur þeirra fara yfir 180.000 kr. á ári. Miðað er við aldursár en ekki afmælisdag.
Efra þrep | Neðra þrep | |
---|---|---|
Skattþrep virðisaukaskatts | 24% | 11% |
Afreikniprósenta | 19,35% | 9,91% |
Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna sinna á tekjuári og eftir atvikum af eigin reiknuðu endurgjaldi. Tryggingagjald er almennt innheimt í staðgreiðslu og skiptist í almennt tryggingagjald og atvinnutryggingagjald.
Tryggingagjald telst til launatengdra gjalda, en það eru þau gjöld sem launagreiðendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar greiða vegna launakostnaðar við atvinnurekstur. Önnur launatengd gjöld í staðgreiðslu eru markaðsgjald og gjald í Ábyrgðasjóð launa, en þau eru innheimt í staðgreiðslu samhliða innheimtu tryggingagjalds. Í framkvæmd er markaðsgjald og gjald í Ábyrgðasjóð launa gefið upp sem hluti af tryggingagjaldi.
Á staðgreiðsluárinu 2024 er tryggingagjaldshlutfallið samtals 6,35%. Þar af er tryggingagjaldið sjálft 4,90%, atvinnutryggingagjald 1,35%, og síðan bætast við gjald í ábyrgðasjóð launa (0,05%) og markaðsgjald (0,05%).
Tryggingagjaldi skal skila mánaðarlega til innheimtumanna ríkissjóðs.
Email:
xus@xus.is
Heimilisfang:
Álfabakka 12, 109 Reykjavík (3ja hæð)
Sími: 556-2900
kt. 480507-2740
vsk.nr: 94281
Höfundarréttur © 2025 X-us Business solutions ehf. | Persónuverndarstefna